Beint í efni

Þín eigin saga 2: Börn Loka

Þín eigin saga 2: Börn Loka
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Barnabækur

 

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

um bókina

Þín eigin saga: Börn Loka fjallar um dimman og djúpan helli, þrjú hræðileg skrímslabörn, guði, gyðjur – og ÞIG.

ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru meira en tíu mismunandi sögulok!

úr bókinnI

"Ég vil fara heim," segir þú.

Óðinn grettir sig.

"Strax?" spyr hann. "Viltu ekki sjá mig reyna að henda orminum langt út á sjó?"

Þú hristir höfuðið.

"Nei, takk," segir þú.

"Farðu þá," segir Sif.

Þú gengur af stað. En svo stoppar þú. Þú snýrð þér við og lítur á æsina.

"Þau eru samt ekki skrímsli," segir þú við þau. "Þau eru ekki hættuleg. Þótt þau líti öðruvísi út en aðrir. Einu skrímslin hérna eruð þið."

Þú bendir á Óðin, Sif og Frigg. Þau svara engu. Svo gengur þú aftur af stað.

Inn í myrkrið.

Út úr hellinum.

Og alla leið heim.

ENDIR.

(s. 47-48)
 

 

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira