Beint í efni

Þín eigin saga 3: Draugagangur

Þín eigin saga 3: Draugagangur
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

Evana Kisa myndlýsti

um bókina

Þín eigin saga: Draugagangur fjallar um draugalegt hús og skrautlega íbúa þess: sofandi og vakandi drauga, dularfullar dúkkur, myglaða mjólk – og ÞIG.

úr bókinni

Þú klöngrast yfir drasl og læðist að hurðinni sem er til hægri.

Tekur varlega í hurðarhúninn.

Opnar dyrnar.

Stígur inn.

Lokar á eftir þér.

Snýrð þér við.

"Ó, nei," hvíslar þú.

Þetta er gangur.

Það eru draugar alls staðar!

Þeir eru í loftinu.

Þeir eru á gólfinu.

Þeir standa hálfir út úr veggjunum.

"Draugar eru til!" hvíslar þú. "Þeir eru til!"

Draugarnir eru allir steinsofandi.

Sumir liggja.

Sumir standa.

Sumir fljóta í lausu lofti.

Einn er meira að segja sofandi svo djúpt inni í veggnum að bara rassinn á honum sést.

Gangurinn er fullur af draugum!

"Vá!" hvíslar þú. "Þetta er drauga-gangur!"

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA?

Ef þú vilt læðast eftir drauga-ganginum án þess að vekja draugana sklatu fletta varlega á blaðsíðu 49.

Ef þú vilt vekja alla draugana og sjá hvað gerist skaltu fletta á blaðsíðu 60.

(s. 27-29)

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira