Beint í efni

Þín eigin saga 4: Piparkökuhúsið

Þín eigin saga 4: Piparkökuhúsið
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Barnabækur

 

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

um bókina

Þín eigin saga: Piparkökuhúsið fjallar um girnilegt hús úr piparkökum og sælgæti, glaðlegan piparkökukarl, grimma norn, innilokaða fanga – og ÞIG.

Því þú ræður hvað gerist!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru meira en tíu mismunandi sögulok!

úr bókinni

Þú getur ekki skilið krakkana eftir. Þú hleypur að búrunum.

"Hver eruð þið?" spyrð þú.

"Ég heiti Hans," segir strákurinn.

"Ég heiti Gréta," segir stelpan.

"Nornin náði okkur," segir Hans.

"Nornin ætlar að éta okkur," segir Gréta.

Braaak ...

Þú heyrir hlera opnast. Nornin er að koma!

"Hvernig opna ég búrin?" spyrð þú.

Gréta bendir.

"Lykillinn er þarna!" segir hún.

Þú lítur um öxl.

Á ryðguðum nagla hangir gamall lykill.

Þú hleypur af stað.

Þú grípur lykilinn.

Þú snýrð þér við.

"Ó, nei," segir þú.

Nornin stendur við búrin. Hún er ekki kát.

"Nú er nóg komið! hrópar nornin.

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA?

Ef þú vilt hlaupa brut skaltu fletta á blaðsíðu 44.

Ef þú vilt reyna að fá nornina til að skipta um matseðil skaltu fletta á blaðsíðu 24.

(s. 52-53)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira