Beint í efni

Þín eigin saga 5: Risaeðlur

Þín eigin saga 5: Risaeðlur
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Barnabækur

Evana Kisa myndlýsti. Bókin er prentuð með letrinu Dyslexie sem auðveldar lesblindum að lesa.

um bókina

Þín eigin saga: Risaeðlur fjallar um svangar snareðlur, forvitnar flugeðlur, glaðan grameðluunga – og ÞIG.

ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur – það eru mörg mismunandi sögulok!

úr bókinni

Þú hugsar málið.

"Nei," ákveður þú svo. "Þú átt heima í þessum tíma."

Þú leggur ungann frá þér og læðist út úr rjóðrinu.

Skyndilega byrjar jörðin að titra.

Þú felur þig á bak við tré.

Gríðarstór grameðlumamma þramma inn í rjóðrið. Litli unginn hleypur til hennar. Mamman er glöð að sjá hann.

Þú brosir. Eins gott að þú tókst ekki ungann.

Maður á aldrei að taka börn frá foreldrum sínum.

Þú lætur grameðlurnar í friði og gengur aftur inn í skóginn.

Þig langar heim.

Þér líst ekkert á þennan tíma.

Þú leggur við hlustir þar til þú heyrir suðið í svartholinu.

Þú hleypur af stað í áttina að hljóðinu.

"Þarna ertu!" hrópar þú þegar þú sérð svartholið.

Þú stekku rinn í það og sogast aftur heim.

ENDIR.

(s. 35-37)

 

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira