Beint í efni

Þín eigin þjóðsaga

Þín eigin þjóðsaga
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Barnabækur

um bókina

Þín eigin þjóðsaga er öðruvísi en allar aðrar bækur – hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur íslensku þjóðsagnanna og hætturnar leynast við hvert fótmál. Þú getur rekist á Djáknann á Myrká, séð stórhættulegar íslenskar hafmeyjur, glímt við sjálfan Lagarfljótsorminn og bjargað Karlssyni og Búkollu frá hræðilegustu tröllum sem sést hafa hér á landi! Yfir 50 ólíkir endar.

úr bókinni

Fleiri kýr byrja að tala! Þær hrópa og kalla, arga og æpa! Þú grípur fyrir eyrun og neitar að hlusta. Þú verður að komast út!

Þú skríður í áttina að fjósdyrunum og rífur þær upp á gátt. Ein af beljunum baular svo hátt að gólfið hreinlega titrar! Þú hendir þér fram á gang, lokar ekki einu sinni á eftir þér - það er ekki tími til þess!I - og hleypur af stað. Þar sem þú heldur með báðum höndum fyrir eyrun er mun erfiðara að fikra sig eftir ganginum en áður. Þú vonar að þú sért að hlaupa í rétta átt og gefur í. Loks skellur þú á kaldri útidyrahurðinni.

Já!

Þú ýtir á hurðina af öllu afli. Af hverju opnast dyrnar ekki?

Þú hendir þér utan í hurðina nokkrum sinnum áður en þú manst eftir króknum sem heldur henni læstri. Þú fattar strax að þú verður að sleppa allavega annarri hendinni til að geta opnað.

Sogið milli lófa og eyra myndir lítið plopp!-hljóð þegar þú losar hægri höndina af höfðinu. Í ofboði kraflarðu eftir dyrakarminum og reynir að finna krókinn. Ærandi baulið fyllir útihúsin og til að kaffæra óhljóðin reyndirðu að syngja eins hátt og þú getur! En það er erftii að halda einbeitingu og baulið verður sífellt hærra.

Hvar er þessi krókur eiginlega?

Þegar þú loksins finnur hann opnast dyrnar upp á gátt og þú endasendist út í snjóinn. Þú sprettur á fætur, rífur í hurðina og skellir.

Því næst seturðu undir þig höfuðið og hleypur heim að bænum. Þér er alveg sama þótt Helga sé farin að sofa.

Þú ætlar ekki að gista í fjósinu!

(s. 113-114)

Fleira eftir sama höfund

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Risaeðlur í Reykjavík

Lesa meira

Gestir utan úr geimnum

Lesa meira

Vélmennaárásin

Lesa meira
Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Hér má lesa um skelfilega hluti 
Lesa meira

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál
Lesa meira

Ofurhetjuvíddin

Lesa meira