Um þýðinguna
Love and Exile eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.
Í þessari bók, sem raunar er þrjár bækur í einni ásamt ævisögulegum formála, rekur Isaac Bashevis Singer ævi sína fram á miðjan fertugsaldur. Hann leiðir lesandann inn í heim pólskra gyðinga á fyrri hluta aldarinnar. Evrópa stendur á tímamótum og í gyðingahverfunum mótast lífið í senn af fornri arfleifð og vaxandi uppreisnaranda. Fróðleiksþyrstur drengur lifir milli vonar og ótta, brýtur heilann um heimpseki og vísindi og starir til stjarnanna í von um að skilja þversagnir tilverunnar. Hann sveiflast öfganna á milli uns hann kveður Varsjá og Gamla heiminn og fer til Bandaríkjanna. Þar leitar hann fótfestu í lífinu, verður blaðamaður og rithöfundur og aflar sér ríkisborgararéttar með sögulegum hætti.