Um þýðinguna
The King of the Fields eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.
Úr Jöfri sléttunnar
„Mamma heitir Kóra og ég er Jagóða.“ „Er Kóra lifandi? Ég heiti Cybula.“ „Slepptu mér. Mamma...“ „Þú verður að koma með mér. Ef þú gerir það ekki af frjálsum vilja bind ég þig og dreg þig á eftir mér. Ég er ekki óvinur þinn. Veiðimennirnir, bræður mínir, og ég komum bráðum og drepum alla Pólverjana. Við bindum Rauð konung við staur og rekum hann allan í gegn. Við Kostek faðir þinn vorum eins og bræður. Við fórum saman á veiðar. Daginn sem þú fæddist gróðursettum við grein af kirsuberjatré hjá tjaldinu hans. Það var ég sem fékk hann til að skíra þig Jagóðu.“ „Mamma veit ekkert hvað um mig hefur orðið. Hún grætur og kveinar og reitir hár sitt.“ „Hún kemst að því. Við höfum njósnara og látum hana vita.“ „Slepptu mér.“ „Nei.“ Cybula tók reipið upp úr pokanum og batt það um mittið á Jagóðu. Í hvert skipti sem hún fór að hrína gaf hann henni á hann og hún þagnaði. Þegar þau voru komin langt frá búðunum lét hann hana setjast, reif flís af fuglinum og rétti henni. Þegar þau voru búin að borða skellti hann henni niður og nauðgaði henni. Á eftir spurði hann: „Hver hefur gert þetta við þig áður, hermennirnir?“ „Nei,“ svaraði hún. „Rauður konungur sjálfur.“
(s. 21)