Beint í efni

Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans

Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans
Höfundur
Isaac Bashevis Singer
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2003
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

Naftali and the Storyteller and His Horse, Sus eftir Isaac Bashevis Singer, í þýðingu Gyrðis Elíassonar.

Úr Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans

Faðirinn Zelig og móðirin Bryna kvörtuðu bæði yfir því að sonur þeirra Naftalí væri of mikið fyrir sögur. Hann gat aldrei farið að sofa nema móðir hans segði honum fyrst sögu. Stundum varð hún að segja honum tvær eða þrjár sögur áður en hann lokaði augunum. Hann heimtaði alltaf: Mamma, eina enn, bara eina!

Til allrar hamingju hafði Bryna heyrt margar sögur af vörum móður sinnar og ömmu. Og Zelig, sem var vagnekill, hafði frá mörgu að segja; um anda sem létust vera farþegar og púka sem stálust inn í hesthús að næturlagi og fléttuðu tögl hestanna og flæktu þau. Besta sagan var um það þegar Zelig hafði enn verið ungur vagnekill. Sumarnótt eina var hann að koma frá Lúblín með tóman vagn. Svo vildi til að hann hafði ekki tekið neinn uppí á leiðinni frá Lúblín til heimabæjar síns, Janów. Hann ók eftir vegi sem lá í gegnum skóglendi. Tungl var í fyllingu. Það varpaði silfruðum netum yfir greinar furutrjánna, og vafði perluþráðum um börk trjástofnanna. Náttfuglar görguðu. Annað veifið heyrðist úlfur góla. Í þá daga voru skógar Póllands ennþá fullir af björnum, úlfum, refum, mörðum og mörgum öðrum villtum dýrum. Þessa nótt var Zelig örvinglaður.

egar vagn hans var tómur af farþegum, var veskið hans líka tómt, og Bryna hefði ekki nóg til að undirbúa hvíldardaginn.

(s. 5-7)

Fleira eftir sama höfund

Jöfur sléttunnar

Lesa meira

Töframaðurinn frá Lúblin

Lesa meira

Vegabréf til Palestínu

Lesa meira

Geitin Zlata og fleiri sögur

Lesa meira

Ást og útlegð

Lesa meira

Gallagripur

Lesa meira

Í föðurgarði: Minningar

Lesa meira

Iðrandi syndari

Lesa meira

Sautján sögur

Lesa meira