Beint í efni

Gallagripur

Gallagripur
Höfundur
Isaac Bashevis Singer
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Scum eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur þýddi úr ensku.

Í skáldsögunni Gallagrip eftir Isaac Bashevis Singer (1904-1991) er því lýst hvern dilk það dregur á eftir sér þegar veiklundaðan en tungulipran hrakfallabálk skortir heilindi, siðferðisþrek og skapfestu til þess að stjórna lífi sínu.

Sagan gerist í Varsjá á nokkrum dögum árið 1906. Max Barabander er pólskur gyðingur með vafasama fortíð eins og ýmsir sem hann umgengst. Hann hefur lengi verið búsettur í Buenos Aires, hefur auðgast þar og er orðinn argentískur ríkisborgari. Eftir áfall í einkalífi sínu er hann aftur kominn á fornar slóðir í Póllandi í örvæntingarfullri leit að lífsfyllingu og sálarfriði sem ber þó lítinn árangur og snýst á undraskömmum tíma upp í hreina martröð.

Fleira eftir sama höfund

Töframaðurinn frá Lúblin

Lesa meira

Vegabréf til Palestínu

Lesa meira

Ást og útlegð

Lesa meira

Jöfur sléttunnar

Lesa meira

Geitin Zlata og fleiri sögur

Lesa meira

Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans

Lesa meira

Í föðurgarði: Minningar

Lesa meira

Iðrandi syndari

Lesa meira