Beint í efni

Iðrandi syndari

Iðrandi syndari
Höfundur
Isaac Bashevis Singer
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Penitent eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.

Úr Iðrandi syndara

Djöfullinn sagði: Ég þori að veðja að nú er Celía að leita að þér og hringja og að hún saknar þín. Það var bara eins og hver annar dyntur að hún fór að hátta hjá þessum gamla prófessor, kannski til þess að hefna sín á þér fyrir framhjáhaldið eða út úr leiðindum. Það verður annar gáll á henni í kvöld. Hún faðmar þig öðruvísi en áður, kemur þér á óvart í ástalífinu ... Þú þarft ekki heldur að taka þetta svona nærri þér með Lísu. Hún er ein og hlakkar til að þú komir í heimsókn. Hún er ástríðufull kona. Úr því að fólk þarf tilbreytingu í mat, ný föt, nýjar leiksýningar og nýjar bækur, hví skyldi það þá ekki þrá nýja reynslu í því sem mestu máli skiptir, ást og kynlífi? Þú breytir ekki heiminum, Jósef Shaphiro. Ef ástandið er alls staðar eins, þá er það aðeins merki þess að slíkur sé gangur sögunnar eða ætlun Guðs.

(s. 58)

Fleira eftir sama höfund

Jöfur sléttunnar

Lesa meira

Töframaðurinn frá Lúblin

Lesa meira

Vegabréf til Palestínu

Lesa meira

Geitin Zlata og fleiri sögur

Lesa meira

Ást og útlegð

Lesa meira

Gallagripur

Lesa meira

Í föðurgarði: Minningar

Lesa meira

Sautján sögur

Lesa meira

Setrið

Lesa meira