Skáldsagan Death on the Nile eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.
Dauðinn á Níl er ein frægasta skáldsaga Agöthu Christie. Bókin er meðal annars þekkt vegna samnefndrar kvikmyndar frá áttunda áratugnum. Þar fór Peter Ustinov með hlutverk leynilögreglumannsins Hercule Poirot, sem er á ferðalagi á gufuskipi á Nílarfljóti þegar einn farþeganna finnst myrtur í klefa sínum. Um borð eru fjölmargir ferðalangar og flestir virðast hafa eitthvað að fela!
Úr bókinni:
Windlesham lávarður sat í skjóli sedrusviðarins og horfði á hið tignarlega Wode Hall. Ekkert gat skyggt á gamaldags fegurð hússins, en nýju viðbyggingarnar voru handan við hornið og sáust ekki. Í geislum haustsólarinnar virtist þetta vera svo friðsæll og fallegur staður. En þrátt fyrir það var Charles Windlesham í raun ekki að horfa á Wode Hall. Hann sá í staðinn fyrir sér tígulegt setur frá síðari hluta sextándu aldar, stóran garð og óvistlegra umhverfi – sitt eigið ættarsetur, Charltonbury. Framan við það stóð stúlka með gullna lokka. áköf og sjálfsörugg … Linnet var orðin húsfreyja í Charltonbury!
Hann var vongóður. Þótt hún hefði hafnað honum var það ekki endanlegt svar. Hún vildi aðeins fá meiri tíma. Hann gat beðið örlítið lengur …
Allt small svo vel saman! Auðæfi hennar komu sér vel, en hann var ekki svo fjárþurfi að hann yrði að láta tilfinningarnar lönd og leið. Því hann elskaði Linnet. Hann hefði viljað giftast henni jafnvel þótt hún væri blönk, en ekki ein af ríkustu stúlkum Englands. En, sem betur fór, var hún ein af ríkustu stúlkum Englands …
Hann velti fyrir sér framtíðaráætlunum sínum. Hugsanleg kennarastaða við Roxdale, endurbætur á vesturálmunni …
Charles Windlesham lét sig dreyma í sólinni.
(14)