Beint í efni

Morð í þremur þáttum

Morð í þremur þáttum
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Three Act Tragedy eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Virtur leikhúsmaður býður tólf manns í heimsókn, þar á meðal leynilögreglumanninum Hercule Poirot. En hann fær svo sannarlega ekki að slaka á vegna þess að fyrir kvöldmatinn hnígur einn gestanna niður eftir að hafa fengið sér sopa úr glasinu sínu. Ekki finnst vottur af eitri í glasinu, enda getur enginn ímyndað sér að hinn látni – gamall, indæll prestur – hafi átt nokkra óvini. En áhugi Poirots er vakin og ýmislegt athugavert kemur í ljós við rannsóknina. Þetta er þó aðeins byrjunin og fleiri eiga eftir að falla í valinn.

Úr bókinni:

„Babbington veiktist mjög skyndilega,“ sagði Poirot djúpt hugsi. „Mjög skyndilega.“

„Einmitt.“

Satterthwaite útskýrði fyrir honum kenninguna um sjálfsmorðið og sagði frá tillögu sinni um að láta efnagreina innihald glassins.

Poirot kinkaði kolli með velþóknun.

„Það skaðar engan að gera það. Ég tel mig samt vera góðan mannþekkjara og mér finnst mjög ólíklegt að einhver hafi viljað svona indælan, gamlan mann feigan. Og þeim mun ólíklegri er sjálfsmorðstilgátan. En innihald kokteilglassins á eftir að leiða sannleikann í ljós.“

„Hvað heldur þú að finnist í glasinu?“

Poirot yppti öxlum.

„Ég? Ég get bara giskað á það. Viltu að ég geri það?“

„Já - ?“

„Þá giska ég á að þar finnist leifar af mjög góðum þurrum martíní,“ sagði hann og hneigði sig lítið eitt fyrir Sir Charles. „Það er mjög erfitt að ætla að byrla einhverjum eitur í einu kokkteilglasi af mörgum glösum á bakka. Og ef þessi indæli, gamli prestur hefði viljað fremja sjálfsmorð efast ég um að veisla eins og þessi væri rétti vettvangurinn. Það væri ekki mjög tillitsamt af honum, og mér sýndist séra Babbington vera mjög tillitssamur maður. Þið báðuð um álit mitt og nú hafið þið fengið það.“

Það varð andartaksþögn. Sir Charles dró djúpt andann, opnaði glugga og leit út.

„Það er meira rok en áðan,“ sagði hann.

Sir Charles hafði aftur breyst úr leyniþjónustumanninum í sjómanninn.

En Satterthwaite tók eftir því að hann var síður en svo ánægður með að fá ekki að leika hitt hlutverkið áfram.

(27)

Fleira eftir sama höfund

reykjavík

Reykjavík

Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar.
Lesa meira

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira