Beint í efni

Ráðgátan um jólabúðinginn og fleiri sögur

Ráðgátan um jólabúðinginn og fleiri sögur
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Ugla
Staður
Reykjavík
Ár
2007
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Sögurnar The Adventure of the Christmas Pudding, Problem at Sea, The Adventure of the Clapham Cook, The Affair at the Bungalow og Motive v. Opportunity eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

„Á veturna held ég mig í Lundúnum,“ segir Hercule Poirot og gefur lítið fyrir enska sveitasælu. Atvikin haga því hins vegar svo að hann neyðist til að dvelja á gömlu sveitasetri hjá Lacey-hjónunum sem ætla að halda gamaldags jól með ættingjum og vinum. Jólaandinn svífur yfir vötnum, jólasnjór utandyra og kalkúnn og jólabúðingur á borðum. Ekki er þó allt sem sýnist – og Hercule Poirot er varaður við að leggja jólabúðinginn sér til munns. Áður en jólahátíðin er á enda þarf hann að leysa dularfulla ráðgátu.

Úr bókinni:

„Mér þykir afar leitt að …“ sagði Hercule Poirot. Viðmælandi hans greip fram í fyrir honum, þó ekki með ókurteisum hætti heldur smeðjulega og fimlega. Það var líkt og hann væri frekar að reyna að sannfæra Poirot heldur en að mótmæla honum.

„Vertu svo væn að hafna þessu ekki fyrirvaralaust, Monsieur Poirot. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir ríkisstjórnina. Samvinna þín verður metin mikils hjá æðstu mönnum.“

„Þetta er fallega boðið,“ Hercule Poirot veifaði hendinni, „en ég get hreinlega ekki orðið við ósk þinni. Á þessum tíma árs …“

Hr. Jesmond greip aftur fram í fyrir honum. „Jólin,“ sagði hann, sannfærandi. „Gamaldags jól í enskri sveitasælu.“

Það fór hrollur um Hercule Poirot. Tilhugsunin um enska sveitasælu á þessum árstíma féll honum ekki vel í geð.

„Gamaldags og góð jól!“ Jesmond lagði áherslu á orð sín.

„Ég er ekki Englendingur,“ sagði Hercule Poirot. „Í heimalandi mínu eru jólin fyrir börn. Fullorðna fólkið heldur up á nýja árið.“

(11-2)

Fleira eftir sama höfund

Morð í þremur þáttum

Lesa meira

Morð um borð

Lesa meira

Sígaunajörðin

Lesa meira

Spilin á borðið

Lesa meira

Lávarður deyr

Lesa meira

Á síðustu stundu

Lesa meira

Brögð í tafli

Lesa meira

Dauðinn á Níl

Lesa meira

Feigðarför

Lesa meira