Beint í efni

Morð um borð

Morð um borð
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Death in the Clouds eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Í flugvél yfir Ermarsundinu sat svartklædd, miðaldra kona ­ hreyfingarlaus. Hún hafði verið myrt á undarlegan hátt. Enn undarlegra var hins vegar að enginn farþeganna tók eftir því hver myrti hana ­ ekki einu sinni Hercule Poirot! En hann var ákveðinn í að komast að sannleikanum. 

Úr bókinni:

Hercule Poirot beygði sig niður og náði í litla flísatöng sem hann var með í vasanum. Hann tók hlutinn varlega upp og rétti úr sér með fenginn.

„Já,“ sagði hann. „Þetta líkist geitungi en er þó eitthvað allt annað.“

Hann sneri hlutnum svo að bæði læknirinn og flugþjónninn gætu virt hann fyrir ´ser. Lítill hnútur úr appelsínugulu og svörtu, dúnkenndu silki, festur við langan og undarlegan þyrni með upplituðum oddi.

„Guð minn góður! Guð minn góður!“ hrópaði hinn lágvaxni herra Clancy, sem var staðinn á fætur og horfði í örvæntingu yfir öxlina á flugþjóninum. „Ótrúlegt – alveg ótrúlegt. Ég hef aldrei séð annað eins á ævi minni. Ja hérna, aldrei hefði ég trúað þessu.“

„Gætirðu skýrt hvað þú att við, herra?“ spurði flugþjónninn. „Veistu hvað þetta er?“

„Svo sannarlega.“ Herra Clancy þrútnaði af stolti og gleði. „Herrar mínir, þetta er þyrnir sem frumbyggjar í v issum ættbálkum skjóta úr blásturspípu. Ég er ekki viss um hvort þetta er frá suður-afrískum ættbálki eða frá Borneó. En þetta er tvímælalaust píla frá frumbyggjum sem hefur verið skotið úr blásturspípu og mig grunar sterklega að á oddinum sé -“

„- frægt eitur suður-amerískra Indíána.“ Hercule Poirot lauk við setninguna og bætti svo við: „Er þetta mögulegt?“

„Þetta er vissulega mjög óvenjulegt,“ sagði herra Clancy og var enn mjög spenntur. „Mjög óvenjulegt. Ég er leynilögreglusagnahöfundur en að sjá í raun og veru …“

Honum varð orða vant.

Flugvélin hallaðist hægt til hliðar en þeir sem voru standandi skjögruðu. Vélinni var flogið í hringi og hún lækkaði flugið til að undirbúa lendingu á flugvellinum í Croydon.

(19-20)

Fleira eftir sama höfund

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira

Zamracenje

Lesa meira