Beint í efni

Dyr opnast

Dyr opnast
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2019
Flokkur
Smásögur

Um bókina

Hvað eiga mannréttindi, svefnfarir, Esjan og bókaáritanir sameiginlegt? Hvernig skilgreinir maður fíl? Hvernig tengjast vitaverðir, leðurblökur, ljóstírur og póstsendingar? Er Guð í húsinu? Er Dauðinn á tónleikunum? Hvað er á bakvið dyrnar?

Dyr opnast ber undirtitilinn: Lífið er trúnaðarmál en tegundarheiti bókarinnar er dregið af grísku kvikindi: Kímerubók. Hún hefur að geyma smásögur og smáprósa, sagnaþætti, æviágrip, tilraunir og esseyjur, prakkaraprósa og prósaljóð, fílófóseringar og firrur, lýrískar smámyndir og uppljóstrun um Esjuna.

Dyr opnast er fjórtánda skáldverk Hermanns Stefánssonar.

Úr Dyr opnast


Álman

Í Ikea í Garðabæ er sérstök deild sem fáir vita af. Ekki verður í þessa deild komist nema með því að taka beygju út úr eldhúsdeildinni í gegnum inngang sem lítið ber á og virðist liggja að flýtileið yfir í aðrar deildir. Þá blasir við heil álma sem er full af gegnheilum hlutum. Smíðisgripum sem eru ekki fjöldaframleiddir og ekki einu sinni hannaðir nema af smiðunum.
  Ólyginn sagði mér að höfuðstöðvarnar í Svíþjóð notuðu Ísland sem tilraunavettvang fyrir þessa nýjung. Sá hinn sami bætti við að til þess að búa sig undir annars konar framtíð hefðu þeir í Svíþjóð gruflað í ýmsu og þróuðu nú ýmislegt sem tilheyrði ekki samtímanum. Ísland væri heppilegur staður til að prófa hvernig þessar nýjungar virkuðu.
  Frummyndadeildin, sem kölluð er svo, virðist í fljótu bragði á skjön við sjálfa hugmyndina með Ikea. Enginn hlutanna þar er til í meira en einu eintaki. Ekki dugir að brúka sexkant því að í álmunni er ekkert sem þarf að setja saman.
  Sá hængur er á að fók á í vandræðum með að rata aftur út úr álmunni. Það ráfar langa hríð innan um hlutina og finnur ekki leiðina út. Þeir munu vera til sem halda því fram að enginn hafi ratað út síðan þessi deild var opnuð í haust sem leið. Næturverðirnir segja að á kvöldin megi stundum heyra skerandi neyðaróp sem fela í sér alla heimsins ófullnægju og angist sem enginn hefur nokkru sinni heyrt áður.
  Menn ku vera uggandi yfir framtíðinni.

(163-164)

 

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Hælið

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Stefnuljós

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira