Beint í efni

Hælið

Hælið
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Skáldsögur

Birtist í 1. tbl. tímaritsins 1005.

Úr Hælinu:

Þeir sátu hvor sínum megin við lítið borð á morðvettvangi, í kjallaranum á Kleppi. Að ósk Aðalsteins átti að útbúa fyrir þá aðstöðu á skrifstofu Sigurjóns Fiske inni á deild 12. Reynir hafði ekki innbyrt umhverfið almennilega um nóttina en gerði það betur núna. Í salnum voru tveir tréstólar með ólum við bríkur og fætur og eins konar höfuðfati yfir, þau minntu á hárþurrkur á hárgreiðslustofu á áttunda áratugnum. Legubekkirnir voru þrír, einnig úr tré, einnig með ólum. Að bæði rafmagnsstólum og bekkjum lágu rafleiðslur. Fornfálegur rafbúnaður var á einhvers konar stjórnstöð – þaðan sem rafmagnið hafði verið leitt í líkama sjúklinganna.

„Þetta er í einu og öllu eins og pyntingarklefi,“ sagði Reynir. Hann veitti því athygli sjálfur að það gæti sektarkenndar í röddinni og reyndi að dylja hana þegar hann hélt áfram. „Ég á bágt með að trúa að þessi tæki hafi verið notuð í eitthvað sem á nokkuð skylt við lækningar – eða einu sinni mannúðlega meðferð á fólki.“

„Er þetta ekki hálfgert safn núna?“ sagði Aðalsteinn ósnortinn. „Það segir yfirlæknirinn, þótt ég dragi það að vissu leyti í efa. Raflostmeðferð á mjög undir högg að sækja á Vesturlöndum. Víða hefur þetta verið lagt af með öllu. Í Bretlandi fóru fimmtíu þúsund manns í raflost árið 1980, kúrvan liggur beina leið niður á við. En öll geðsjúkrahús þar í landi nota enn raflost í einhverjum mæli.“

Maðurinn vissi alltaf allt. Hann var gangandi alfræðiorðabók, þekking hans átti sér engin takmörk. Enda hafði hann árum saman samið spurningar fyrir spurningakeppni framhaldsskólanna og lagði metnað sinn í vitneskju af þessu tagi. Það var illmögulegt að reka hann á gat, Reynir hafði margsinnis reynt það og sjaldan tekist.

„Raflost geta valdið heilaskaða. Áður var reynt að laga kynvillinga og skáld með raflosti. Fólk missti minnið. Varð fyrir allskyns skaða. En losnaði við þunglyndið. Og sköpunargáfuna líka. Þetta er afskaplega illa séð lækningameðferð. Enda óskaplega ruddalegt og lítt vísindalegt. Nákvæmnin er sama og engin, þeir stinga bara sjúklingum í brauðrist og vona það besta. Líkurnar á góðum árangri eru hreint happdrætti. En mér kæmi ekki alveg á óvart að þeir notuðu þetta enn hér á Kleppi, þótt þeir hafi ekki hátt um það. Á suma virka engin lyf. Það er ekki víst að það hafi nokkur áhrif að stinga fólki í samband við rafmagn þótt það hafi stundum virkaið prýðilega í tímans rás.“

Reynir hugsaði um hjúkkuna Sólu sem vafalaust gæti leitt þá félagana burt af þessari fordómabraut. Vafalaust höfðu raflostin verið gerð af góðum hug. Vafalaust hafði þeim fyrir löngu verið hætt. Kannski höfðu þau verið mörgum hrein frelsun, kærkomin bót hryllilegra rauna.

(XXXIV – XXXV)

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Stefnuljós

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira

Súkkulaði og kók

Lesa meira