Af bókarkápu:
Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljoð á meðan Ísland brann, bankar hrundu og ráðherrar buguðust. Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð og svitnaði á meðan ég endurhlóð fréttasíður í von um nýjar og betri byltingar. Einu sinni sat ég í útlöndum og horfði á tekjur mínar verða að engu í gengisfimleikum. Þetta er það ljóð.
Úr bókinni:
X.
Græða garðinn sinn
þjóðarímynd og pálmatré
sigurbogar í hengirúmum
utaní mellukofum með sýningargluggum:
skoppandi á gullfótum
stal fimmtíu gróðurhúsalömpum.