Ljóðabókin Vitsvit eftir Athenu Farrokhzad í íslenskri þýðingu Eiríks Arnar.
Úr Hvítsvítu
Fjölskylda mín ferðaðist hingað í marxiskri hugmyndahefð
Móðir mín tók undireins að fylla húsið af jólasveinadúkkum
íhugaði kosti og galla plastjólatrésins
einsog það væri hennar vandamál
Á daginn skildi hún á milli stuttra og langra sérhljóða
einsog hljóðin sem hún gaf frá sér
gætu þvegið ólífuolíuna úr húðinni
Móðir mín lét bleikiefnið flæða um setningarliðina
Handan greinarmerkjanna urðu atkvæði hennar hvítari
en vetur í Norrlandi
Móðir mín bjó okkur framtíð úr lífsmagni
í einbýliskjallara úthverfahússins staflaði hún upp niðursuðudósum
einsog von væri á stríði
Á kvöldin leitaði hún að uppskriftinni og skrældi kartöflur
einsog það væri hennar eigin saga sem dulrituðværi
í ofnréttinn Janssons Frestelse
Að hugsa sér að ég hafi sogið þessi brjóst
Að hugsa sér að hún hafi stungið villimennsku sinni upp í mig