Beint í efni

Leiðin út í heim

Leiðin út í heim
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Sæmundur
Staður
Selfoss
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina:

Palli vaknar í rúminu sínu. Hann er einn í herberginu og þar er undarlega kyrrt og hljótt. Hann sest upp. Fötin hans liggja snyrtilega samanbrotin á stólkoll við bláan rúmgaflinn. Undan rúminu skaga uppreimaðir skór. Maðurinn veit að hann dreymdi eitthvað en man ekki hvað það var.

Palli er einn í heiminum en þó ekki því hér eru að lágmarki tveir. Heimurinn innra með manneskjunni og heimurinn fyrir utan hana. Falli heimurinn hið ytra snurðulaust saman við innri heim er maðurinn einn í einum heimi. Það er mikil og dapurleg einsemd. Sé munur á heimunum en ekki milligengt er maðurinn í öðrum heimi.

Höfundur bregður á leik með fræga barnabók Jens Sigsgaard um Palla sem var einn í heiminum en veltir um leið upp tilvistarlegum spurningum.

Úr bókinni:

Hann býr á þriðju hæð í fjölbýilshúsi og stigagangurinn er mannlaus. Á leiðinni niður verður honum starsýnt á skó sem standa fyrir utan dyr á annarri hæð. Er það ekki einkennilegt hvernig skór taka lögun af eiganda sínum? hann stendur drykklanga stund og horfir á skóna. Hann veit hver á þessa skó. Það er hún Stína. Stína er eins og skórnir. En skórnir eru líkari manneskjunni en manneskjan sjálf. Þetta eru svartir kuldaskór úr leðri, karaktermiklir, hlýir, hugsjónaríkir og sérstakir – það er leikgleði í þessum skóm. Sólarnir ná talsvert út fyrir í botninn og svartar reimarnar eru lausar.

Umfram allt minna þessir skór á hann sjálfan, hans eigin uppreimuðu skó.

Palli hrekkur í kút við þá tilhugsun að það kunni að orka harla einmanalegt að standa þarna og mæna á skó.

Félagslegt eftirlit segir honum að það sé handan marka hins eðlilega – og þó er ekkert félagslegt eftirlit þarna á ganginum.

Hann heldur áfram niður sigann.

Hvers vegna hefur einsemdin slíkt óorð á sér? spyr hann sjálfan sig. Einsemd er góð.

Palli veit að hann má ekki fara út á götuna án leyfis en nú er allt fólkið horfið og hann verður að leita að pabba og mömmu. Fyrir utan húsið hans, rétt við tröppurnar, er strætisvagn. Hann gáir í hann en þar er ekki sála og enginn bílstjóri við stýrið.

Hvar getur allt fólkið verið?

Kannski hefur það falið sig. Já, það gæti meira en hugsast. Að hér séu samantekin ráð; allt fólkið hefur falið sig og kemur fram þegar minnst varir, birtist er hann gægist fyrir götuhorn.

Eða kannski var fólkið sett í sóttkví – gegn vilja sínum. Því safnað saman á risavöxnum leikvangi, öllum nema örfáum hræðum sem hafa gleymst eins og Palli.

Kannski sett í útrýmingarbúðir.

Eða kannski var fólkið aldrei til

Kannski er lífið fram að þessu aðeins draumur.

Ekkert líf. Eins og uppfinning er ekki til áður en hún er gerð. Aðeins mótunarferli, óskýr aðdragandi að þeirri kúnst sem sönn einsemd er.

(15-6)

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Hælið

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Stefnuljós

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira