Um bókina
Heimildaskáldsaga frá fyrstu árum 20. aldar. Læknishjón eru nýflutt að norðan. Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum. Bærinn er klofinn, jafnt í afstöðu sinni til sjálfstæðismála sem spíritisma, þar sem vísindi og trú eiga að fallast í faðma. Læknirinn er krafinn svara um hin dularfullu fyrirbrigði á miðilsfundum.