Úr Óratorreki
Ljóð um list þess að standa kyrr í galleríi
Afmáður, þorrinn, flekklaus, mér þykir það leitt en ég ætlaði bara að standa hérna og verða ekki listaverkin. Fáist ekki um mig, ég ætlaði bara að standa hérna einn og hafa ekkert með neitt að gera, mér þykir það leitt, en ég vildi gjarnan fá að vera einn núna.
Mér þykir það leitt en ég tek ekki í mál að listin hafi áhrif á mig. Hún er jög viðkvæm fyrir hitabreytingum og ég er holdið kulda klætt. Kostar óhemju að flytja. Alla seðlana í heimsveldi ilmvatns. Og ég vil bara standa kyrr. Afmáður. Ég vil bara halda mér flekklausum. Ósnertum.
Mér þykir það leitt en vatnslitir renna til, þeir flæða, fylla, þeim verður ekki stýrt né stjórnað, þetta hef ég sannreynt. Og því vil ég bara standa hér og íhuga, ég vil bara þreifa innaná buxnavösum mínum á meðan listin innaní sýningarsalnum – þykist ég vita – er hamstola.
(91)