Beint í efni

Setrið

Setrið
Höfundur
Isaac Bashevis Singer
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Manor eftir Isaac Bashevis Singer. Hjörtur Pálsson þýddi úr ensku.

Úr Setrinu

Kalman bylti sér í rúminu. Hvar var réttlætið? Gyðingar sem hefðu ekki fyrir nokkurn pening tínt eitt einasta strá á hvíldardaginn eða borðað egg sem blóðblettur sást í, gerðu rabbína, guðræknum gyðingi, heilögum manni, ómælda skömm og niðurlægingu. Keppinautar Kalmans létu ekkert aftra sér. Þeir bleyttu mjölsekkina hans og kærðu hann fyrir skattstjóranum og lögreglufulltrúanum. Þar að auki voru kaupmenn farnir að stunda nýja tegund svika. Þeir lýstu sig gjaldþrota, en gerðu svo greiðslusamning eftir á. Til þess að hafa sitt á þurru hækkuðu framleiðendur í Lodz verðið og tryggðu sér þannig gróða, hvað sem slíkum gjaldþrotum leið. Kalman andvarpaði. Hann heyrði sonarson sinn, Úrí-Jósef-Jósele, vakna og byrja að gráta. Hundurinnn Búrek gelti. Kýrnar í fjósinu neru hornum við hurð. Vorið var hlýtt og eftir tvö þurrkár benti ýmislegt til góðrar uppskeru þetta árið. Haustsána hveitið hafði náð sér snemma á strik, hvorki hafði skort regn né sólskin. Líf jarðarinnar var jafn óútreiknanlegt og líf mannsins. Gnægð og skortur skiptust á. Þegar jörðin virtist vera orðin ófrjósöm tók safi lífsins enn að streyma um hana og hún blómgaðist á ný. Hver vissi? Ef til vill mundi Guð enn veita Kalman nokkra gleði og huggun. Hann vissi að hann gat ekki verið konulaus ýkja lengi. Fyrr eða síðar yrði hann að kvænast aftur. Með Zeldu hafði hann eignast eintómar dætur, en nú þegar Mirjam Liebu höfðu orðið þessi ósköp á þráði Kalman heitar en nokkru sinni fyrr að eignast son sem bæri nafn hans og tæki við af honum.

(s. 125)

Fleira eftir sama höfund

Töframaðurinn frá Lúblin

Lesa meira

Vegabréf til Palestínu

Lesa meira

Ást og útlegð

Lesa meira

Jöfur sléttunnar

Lesa meira

Geitin Zlata og fleiri sögur

Lesa meira

Gallagripur

Lesa meira

Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans

Lesa meira

Í föðurgarði: Minningar

Lesa meira