Úr Ugluturni:
Ég sef ekki,
langdregið væl úr uglu berst
utan úr
nóttinni. Undan múrveggnum
heyrist glamur eins og verið sé að hrista
saman
glös eða flöskur
Fólkið við vegginn skvaldrar
út í eitt
Öll þessi hljóð smjúga inn um gluggarifuna
_ _ _ * _ _ _
Undir lágnættið fer ég á fætur, læðist, hvolfi úr tesíu í vaskinn, finn til laufblöð og ber þau blaut að vörum mér Aftur vælir uglan, draumlaust, gult, ég heyri lykt af sóleyjum og ásókn hrafna Ég fer í frakka, klæðist peysu sem héldi hita í meiri kulda en nú, ef ekki væri fyrir glamrið í mannverunum með glösin við grátmúrinn sem nú taka að gefa frá sér neyðaróp Um leið og ég tek í dyrahúninn hleypur kvikt smádýr upp handleginn, borar sig inn um húdina við olnbogabótina í máli mínu, dyrnar opnast, mr night réttir mér hönd sína og togar mig út, leiðir mig undir trén sem slútta yfir gangstíginn, ég heyri
langdregið væl í uglu
(7-8)