Ljóðabókin Maskinflickans testamente eftir Ida Linde, í íslenskri þýðingu Eiríks Arnar.
Úr bókinni:
Ég las einhvers staðar að í eitt augnablik
áður en maður drukknar verði manni
hlýtt og maður róist.
Í blaðinu var ástandinu lýst einsog maður
væri að sættast við dauðann.
Ég vil ekki drukkna.
Ég vil deyja hryllilegum dauðdaga.
Herra Anderson finnst að samband mitt við
dauðann sé undarlegt,
samt kynntumst við í sundskóla
fyrir fullorðna.
Ljósrauðar rasskinnar hans í blárri sundskýlu
sem hann leigði af sundhöllinni.
(11)