Beint í efni

Hans Blær

Hans Blær
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2018
Flokkur
Skáldsögur

 

Dömur mínar og lollarar, ég þakka ykkur frá innstu hjartarótum fyrir að setja ykkur í samband en háværar frásagnir af afhroði mínu, hruni, dauða, æruleysi og eignabruna eru sem sagt heldur orðum auknar: Ég lifi, sprikla og dilla mér þótt fjölmiðlar beri á mig ímyndaðar sakir og leyfi *sérfræðingum* (lol) að skálda í eyðurnar af sínu annálaða andríki.

Það er ekki liðin heil nótt frá því lögreglan barði að dyrum á Samastað, ekki hálf klukkustund frá því ég var sjálft hrakið á flótta, og sögurnar sem ég hef fyrir kærleika guðanna fengið að lesa um sjálft mig í þeim miðlum sem kalla sig „hefðbundna“ eða jafnvel „krítíska“ (he he) telja sennilega á annan tug. Það er að sönnu gaman að fylgjast með – svona einsog það er gaman að horfa á skordýr sem lent hefur á bakinu sprikla í þeirri von að finna fæturna aftur – en er þetta ekki pínulítið aumkunarvert? Í alvöru.

 

Fleira eftir sama höfund

Ú á fasismann - og fleiri ljóð

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira

Móðurlaus Brooklyn

Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Gift för nybörjare

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira