Beint í efni

Súkkulaði og kók

Súkkulaði og kók
Höfundur
Hermann Stefánsson
Útgefandi
Langtnef
Staður
Reykjavík
Ár
1996
Flokkur
Hljómdiskar / Hljómplötur

Ásamt Jóni Halli Stefánssyni.

Textabrot úr Súkkulaði og kók:

Skýjaborgir

Ég fékk þessi boð eftir krókóttum leiðum:
eitthvað á seyði, skuggar á ferli.
Það var biksvartur engill sem spennti sinn boga,
það voru konur og börn í sérhverjum glugga.
Ég hlýddi þessu kalli en kom þó of seint,
það var öllu lokið - fólkið þusti á vettvang.
Ég ruddi mér leið gegnum þvöguna og sá
það sem ekki má nefna og svo leiddi ég flóttann.
Ég þræddi þessar heillum horfnu götur,
þessi bakstræti og húsasund og afkima
og manngrúinn fylgdi mér fast einsog hundar
án þess að vita hvert förinni var heitið.
Svo komum við í húsið þar sem lömbunum er slátrað;
ég jós yfir mig blóði og þvoði úr því hendurnar.
Ég byggði mér borgir í skýjunum,
ég lagðist í fangið á englunum.
Það er erfitt að segja til um hvað ég er að fara
enda allt fremur óljóst í minningunni.
Það var ekki margt til bragðs hægt að taka
og það biðu allir, bjuggust við einhverju af mér.
Og svo auðvitað túlkað á alversta veg;
ég sneri mér undan meðan mannfjöldinn tvístraðist,
eitthvað vafasamt látbragð um sakleysi og sekt.
Ein konan þar rétti mér brotinn gítar.
Það var samt ekki neinum neitt að kenna;
það voru allir svo bliknaðir og hærddir.
Og strengina í þessum hálsbrotna gítar
ég hef strekkt þá alla leiðina upp á skýin
Ég er furðu lostinn mannvera með blóði drifnar hendur
sem ég strýk með yfir strengina alla leiðina þangað upp.

Ég byggi mér borgir í skýjunum
með brjálsemis glampa í augunum.

Fleira eftir sama höfund

Ugluturn

Lesa meira

Hælið

Lesa meira

Zeitreise als Laborratte

Lesa meira
millibilsmaður

Millibilsmaður

Í Reykjavík geisar mikið fár yfir hinni nýju stefnu, spíritismanum.
Lesa meira

Níu þjófalyklar

Lesa meira

Sjónhverfingar: Fjarvistarsannanir fyrir íslenskan veruleika

Lesa meira

Stefnuljós

Lesa meira

Borg í þoku

Lesa meira

Áður óútgefið efni

Lesa meira