Beint í efni

Einnar stjörnu nótt

Einnar stjörnu nótt
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Norðan niður
Staður
Reykjavík
Ár
1989
Flokkur
Ljóð

Úr Einnar stjörnu nótt:

Sýnir næturvarðarins

Ég hef séð sólina koma upp og daginn lengja
heyrt raddir barnanna í garðinum og hlustað
á kurr dúfunnar í þakrennunni séð kvöldið
setjast á húsþökin og tunglið dreyma um
bjartar nætur ég hef séð morgninum blæða út
í göturæsinu skýjunum kastað á himininn
eins og krumpuðu laki og dagana slædda
uppúr mórauðu síki hlustað á nóttina lemja
blautum greinum utaní dauðadæmd hús séð
tunglið hanga í gráum gálga dögunar
og svartklæddar verur skjótast undir öxinni
sem reidd er yfir borgina séð skugga af
tárum á saklausum marmarakinnum englanna
og horft ofaní botnlausa gröf undir klofinni
eik allt þetta hef ég séð og ég heyri sífellt
eins og einhver sé að skrúfa hurðirnar fastar
meðan ég sef

Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Handklæði í gluggakistunni

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Vegurinn til Hólmavíkur

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Leðurblakan og perutréð

Lesa meira