Beint í efni

Vegurinn til Hólmavíkur

Vegurinn til Hólmavíkur
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Ljóð
Vegurinn til Hólmavíkur er dagbók ferðalangs. Óskar Árni fer um fásótta staði á Íslandi og skissar upp það sem fyrir augu ber - land og menn. Bókin, sem kom út árið 1997, inniheldur smáprósa í fimm köflum sem heita: Útjaðrar, Þrjár lóur á Landakotstúni, Vegurinn til Hólmavíkur, Skuggi af snúrustaur og Muldur í símalínum.
Úr Veginum til Hólmavíkur:
Sólheimasafn, 4. 4. 1994

Farið að dimma í lofti þegar ég kom að upplýstu safninu hjá tólfhæða blokkunum á holtinu. Inn í þetta litla bókasafn hafði ég ekki komið fyrr. Dvaldi þar dágóða stund og rakst fyrir tilviljun á forvitnilega bók, Hugleiðingar um iðjuleysi eftir japanska fornspekinginn Kenko. Bókina fékk ég lánaða að bragði og hvarf með hana út í myrkrið þegar safninu var lokað klukkan níu. Krítarteikningar á gangstéttinni og dansandi stjörnur milli háhýsanna. Alltaf rekur eitthvað á fjörur iðjuleysingjans.
(s. 16)

Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Handklæði í gluggakistunni

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Leðurblakan og perutréð

Lesa meira