Beint í efni

Óskar Árni Óskarsson

Æviágrip

Óskar Árni Óskarsson fæddist í Reykjavík 3. október 1950. Hann ólst upp í Þingholtunum og gekk í Miðbæjarskólann. Hann stundaði nám í Samvinnuskólanum á Bifröst 1969 – 1971. Hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Handklæði í gluggakistunni, árið 1986. Samhliða ritstörfum hefur hann lengi starfað sem bókavörður.

Óskar Árni hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars sent frá sér þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann ritstýrði og gaf út bókmenntatímaritið Ský sem kom út á árunum 1990 – 1994. Ljóð eftir Óskar Árna hafa birst í fjölmörgum tímaritum og sýnisbókum, íslenskum sem erlendum.

Óskar Árni er giftur og á fjórar dætur. Hann býr í Reykjavík.

Forlag: Bjartur.