Um Sjónvillur
Gefín út í smáritaröð Smekkleysu (Smárit nr. 5).
Úr Sjónvillum
Sjónvilla
- Á að fylla?
- Já, takk, og viltu vera svo vænn að athuga með olíuna.
- Sjálfsagt. En heyrðu, hvað er á seyði, það er engin vél í bílnum!
- Engin vél? Það hlýtur að vera vél í bílnum!
- Sjáðu bara sjálfur, það er engin vél.
- Hver fjárinn! Þetta hlýtur að vera sjónvilla. Skelltu bara húddinu aftur. Var ég annars búinn að borga?
(13)