Beint í efni

Handklæði í gluggakistunni

Handklæði í gluggakistunni
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Blekbyttan
Staður
Reykjavík
Ár
1986
Flokkur
Ljóð

Úr Handklæði í gluggakistunni:
Bergstaðastrætið
-úr glötuðu handriti bernskunnar
[brot]
1957
Ég horfði á hann detta ofan úr stiganum og lenda á öskutunnunum langt fyrir neðan. Í dauðans ofboði hljóp ég heim og grúfði mig ofan í myndabók og þorði ekki að segja neinum að hann væri dáinn pabbi hennar Ingu. Daginn eftir málaði hann strompinn rauðan, stakk að mér brjóstsykri og kallaði mig litla verndarengilinn sinn.

1958
Mamma lét renna vatn í stóra trébalann útí vaskahúsi. Það var vetur og ískalt gólfið stakk í fæturna svo að maður þurfti að vera fljótur að klæða sig úr og stinga sér ofaní heitt vatnið. Og á meðan hugurinn maraði í hálfu kafi fylltist vaskahúsið af gufu svo rétt grillti í mömmu þar sem hún bograði yfir þvottinum og hvarf að lokum á bak við sængurfötin sem sveimuðu allt í kring eins og vofur. Í svarta myrkri skutumst við útí portið og upp tröppurnar með fangið fullt af hvítu taui.

1959
Það var hlaupið frá hafragrautnum, allt kapp lagt á að komast út sem fyrst – það var farið að snjóa! Enn var dimmt af nóttu og enginn kominn á kreik nema kötturinn sem hafði skilið eftir sig hlykkjótta slóð í garðinum. Hvað gat jafnast á við það að eiga fyrstu sporin í nýföllnum snjónum, að eigra einsamall milli sofandi húsanna áður en kyrrðin yrði rofin af hurðaskellum og stígvélaharki og hvít jörðin troðin niðrí svaðið.
(s. 31-33)

Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Vegurinn til Hólmavíkur

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Leðurblakan og perutréð

Lesa meira