Ljóð eftir Olav H. Hauge í þýðingu Óskars Árna sem einnig ritaði formála.
Úr Glermeistaranum:
Skáldið gamla hefur ort vísu
Skáldið gamla hefur ort vísu.
Og hann er kátur, kátur
eins og flaska af eplabruggi
sem að vori hefur leyst
úr læðingi stóra loftbólu
og er í þann veginn að skjóta
upp korktappanum.
Ég horfi á gamlan spegil
Framhliðin spegill.
Bakhliðin mynd af aldingarðinum Eden.
Undarlegt uppátæki
hjá gamla glermeistaranum.