Úr Tindátum háaloftanna:
[brot]
tinkötturinn
hringar skottið
um riffilskefti
lífvarðarins
einfætti dátinn
stendur vakt
alla óveðursnóttina
sagðar í hálfum hljóðum
furðusögur um dáta
af holdi og blóði
dauðahljóð
undir þakglugganum:
la luna
hvíslar spænski dátinn