Beint í efni

Tönn fyrir tönn

Tönn fyrir tönn
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan One, Two, Buckle My Shoe eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Hercule Poirot óttast fátt - en hann óttast tannlækna! Hann er þess vegna frelsinu feginn þegar hann kemur út af tannlæknastofu Morleys. En skömmu síðar fær hann þær fréttir að tannlæknirinn hafi stytt sér aldur. Poirot grunar hins vegar að ekki sé allt með felldu - enda á málið eftir að flækjast og fleiri að falla í valinn.

Úr bókinni:

Herra Amberiotis var staddur á Savoy hótelinu. Hann stangaði úr tönnunum og glotti.

Allt gekk eins og í sögu.

Hann hafði verið heppinn eins og venjulega. Það var ótrúlegt hvað hann hafði grætt á því að segja nokkur falleg orð við þessa heimskulegu konu. Ó, jæja – vogun vinnur … Hann hafði alltaf verið góðhjartaður og örlátur! Í framtíðinni gæti hann verið enn örlátari. Hann sá fyrir sér þau góðverk sem hann gæti gert. Dimitri litli … Constantopopolous, sá góði maður, sem átti í basli með litla veitingastaðinn sinn … Þetta kæmi þeim þægilega á óvart…

Tannstöngullinn stakkst á óþægilegan stað og herra Amberiotis kipptist við af sársauka. Fagrar hugsanir um framtíðina þurftu að víkja fyrir vandamálum líðandi stundar. Hann kom varlega við tönnina með tungunni og náði svo í minnisbókina sína. Klukkan tólf. Karlottustræti 58.

Hann reyndi að koma sér aftur í gott skap en án árangurs. Það eina sem komst að þessa stundina var: „Klukkan tólf. Karlottustræti 58.“

(11)

Fleira eftir sama höfund

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

Brögð í tafli

Lesa meira

Dauðinn á Níl

Lesa meira

Feigðarför

Lesa meira

Flóð og fjara

Lesa meira

Höfðingjahótelið

Lesa meira

Minning um morð

Lesa meira

Morð í þremur þáttum

Lesa meira