Beint í efni

Flóð og fjara

Flóð og fjara
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Skjaldborg
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Skáldsagan Taken at the Flood eftir Agöthu Christie í þýðingu Ragnars.

Auðmaðurinn Gordon Cloade lætur lífið í loftárás í seinni heimsstyrjöldinni, en ung eiginkona hans lifir árásina af. Cloade-fjölskyldan, sem hafði átt greiðan aðgang að auðæfum hans, situr eftir arflaus. Dularfullt morð í þorpinu þar sem fjölskyldan býr veldur því að Hercule Poirot kemur til sögunnar. Hann verður að afstýra því að fégráðugir ættingjar Gordons komi ekkjunni ungu fyrir kattarnef!

Úr bókinni:

Hercule Poirot sat við snyrtilegt skrifborðið á fallegum maímorgni þegar þjóinninn hans, George, kom til hans og muldraði lotningarfullur: „Það er kominn kona, herra, sem vill hitta þig.“

„Hvers konar kona?“ spurði Poirot varfærnislega.

Hann hafði alltaf gaman af hinum nákvæmu og vandvirknislegu mannlýsingum hjá George.

„Hún er á milli fertugs og fimmtugs, hugsa ég, herra. Ósnyrtileg og býsna listræn í útliti. Skórnir hennar eru góðir gönguskór og húner klædd í jakka og pils úr tvídefni, en hún er í blússu sem er skreytt með blúndum. Þá er hún með vafasama, egypska perlufesti og bláan siffonklút.

Það fór dálítill hrollur um Poirot.

„Ég efast um að ég vilji hitta hana.“

„Á ég að segja henni að þú sért vant við látinn?“

Poirot leit á hann hugsi.

„Ég býst við því að þú hafir nú þegar sagt henni að ég sé upptekinn við mikilvægt verkefni og að það megi ekki ónáða mig?“

George ræskti sig aftur.

„Hún kveðst hafa gert sér ferð hingað úr sveitinni, herra, og hún sagði að henni væri sama hve lengi hún þyrfti að bíða.“

Poirot andvarpaði.

„Maður ætti aldrei að berjast gegn því sem er óhjákvæmilegt,“ sagði hann. „Ef miðaldra kona með eftirlíkingu af egypskri perlufesti hefur ákveðið að hitta hinn fræga Hercule Poirot og er komin úr sveitinni í þeim tilgangi þá mun henni ekki snúast hugur. Hún mun sitja þarna í anddyrinu þangað til hún fær sínu framgengt. Vísaðu henni inn, George.

(12-3)

Fleira eftir sama höfund

Vetrarmein

Lesa meira

Hvítidauði

Lesa meira

Brögð í tafli

Lesa meira

Dauðinn á Níl

Lesa meira

Feigðarför

Lesa meira

Höfðingjahótelið

Lesa meira

Minning um morð

Lesa meira

Morð í þremur þáttum

Lesa meira

Morð um borð

Lesa meira