Beint í efni

Hvítidauði

Hvítidauði
Höfundur
Ragnar Jónasson
Útgefandi
Veröld
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Árið 1983 deyja tveir starfsmenn á berklahæli rétt utan við Akureyri og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Ungur afbrotafræðingur vinnur að lokaritgerð um þetta undarlega mál árið 2012 og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós um þessa skelfilegu atburði. Samhliða rannsókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós.

Úr Hvítadauða

  Nýr sjúklingur hafði komið inn á deildina. Það voru alltaf ótíðinid þegar þau fengu nýjan gest í þessar vistarverur dauðans. Og ekki nóg með það, þessi piltur var bara fimm ára gamall. Fimm ára. Hún mundi eftir því þegar sonur hennar hafði verið fimm ára, lítill engill, saklaus en uppátækjasamur. Og þegar hún hafði, eitt augnablik, litið í gegnum glerið á sjúkrastofu litla drengsins, í tárvot augu hans, þá hafði hún séð augnaráð sonar síns speglast í þeim. Hún fann svo innilega til með stráknum, vissi hversu skæðir berklarnir gátu verið, en gat bara vonað að hann hefði nægan styrk til að berjast. Hún vissi nefnilega líka að sjúkdómurinn var alls ekki dauðadómur, hafði séð svo mörg dæmi um hið gagnstæða, þar sem sjúklingar höfðu braggast eftir erfiða baráttu og fengið annað tækifæri í lífinu. Sjúkdómurinn lagðist oftast á lungun, og þeir sem lifðu voru ekki með sama líkamsstyrk og áður, en lifandi, og það var það eina sem máli skipti. Hún hafði séð hvernig þessir sjúklingar sem höfðu haft betur höfðu í framhaldinu tekið lífinu opnum örmum. Hún hafði séð von í augum þeira, og það var kannski einmitt þess vegna sem hún hafði ekk enn gefist upp, þraukað í þessu erfiða starfi í tvo áratugi. Vonin færði henni þennan styrk og gaf lífi hennar aukinn tilgang.
  Svo voru það dagar eins og þessir, þar sem vonleysið náði yfirhöndinni. Lítill drengur sem þurfti að takast á við slíkt ofurefli. Og hann hafði svo sem ekki verið gæfusamur um dagana, frétti hún. Einstæð móðir, drykkfelld, með tvo syni, litla drenginn og eldri bróður hans, líklega ekki einu sinni sami faðirinn.

(27-28)

 

 

Fleira eftir sama höfund

Vetrarmein

Lesa meira

the island

Lesa meira

Fuori dal mondo

Lesa meira

La sombra del miedo

Lesa meira

Snezna slepota

Lesa meira

Zamracenje

Lesa meira

Byakuya Nokeikan

Lesa meira