Beint í efni

Eftirherman

Eftirherman
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Birtist í 3. tölublaði tímaritsins 1005.

40 valdar örsögur úr Der Stimmenimitator eftir Thomas Bernhard.

Úr bókinni:

Potocki fursti

Fursti nokkur að nafni Potocki, frændi hins fræga Potockis sem skrifaði Saragossa-handritið og vann sér með því verðugan sess innan heimsbókmenntanna, er sagður hafa lokað öllum gluggahlerunum á híbýlum sínum í nágrenni kazimierz, einum af öðrum, frá efstu hæð og niður, og eftir að hafa gengið úr skugga umað allir hlerarnir í kastalanum væru lokaðir, skaut hann sig í hausinn með eintak af Fást eftir Goethe fyrir framan sig, opið nákvæmlega á þeim stað þar sem páskagangan endar. Sagt er að furstinn hafi strikað undir með rauðu við niðurlag páskagöngunnar áður en hann fyrirfór sér og sett spurningarmerki við. Í erfðaskránni óskaði hann þess að hlerarnir á kastalanum sem hann hafði haft lokaða í þrjátíu ár yrðu ekki opnaðir fyrr en þrjáríu ár væru liðin frá dauða hans. Potocki-fjölskyldan varð við þessari hinstu ósk hans. Strax eftir að Potocki-fjölskyldan opnaði hlerana seldi hún kastalann í nágrenni Kazimierz.

(41)

Fleira eftir sama höfund

Poesia e spiritualità. Anno II n. 4

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Kuðungasafnið

Lesa meira

Það sem við tölum um þegar við tölum um ást

Lesa meira

Das Glitzern der Heringsschuppe in der Stirnlocke. Ein isländisches Familienporträt.

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Nokkrar línur um ljóðlist

Lesa meira

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur

Lesa meira

Kötturinn og kölski

Lesa meira