Beint í efni

Eftirherman

Eftirherman
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Kind
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Birtist í 3. tölublaði tímaritsins 1005.

40 valdar örsögur úr Der Stimmenimitator eftir Thomas Bernhard.

Úr bókinni:

Potocki fursti

Fursti nokkur að nafni Potocki, frændi hins fræga Potockis sem skrifaði Saragossa-handritið og vann sér með því verðugan sess innan heimsbókmenntanna, er sagður hafa lokað öllum gluggahlerunum á híbýlum sínum í nágrenni kazimierz, einum af öðrum, frá efstu hæð og niður, og eftir að hafa gengið úr skugga umað allir hlerarnir í kastalanum væru lokaðir, skaut hann sig í hausinn með eintak af Fást eftir Goethe fyrir framan sig, opið nákvæmlega á þeim stað þar sem páskagangan endar. Sagt er að furstinn hafi strikað undir með rauðu við niðurlag páskagöngunnar áður en hann fyrirfór sér og sett spurningarmerki við. Í erfðaskránni óskaði hann þess að hlerarnir á kastalanum sem hann hafði haft lokaða í þrjátíu ár yrðu ekki opnaðir fyrr en þrjáríu ár væru liðin frá dauða hans. Potocki-fjölskyldan varð við þessari hinstu ósk hans. Strax eftir að Potocki-fjölskyldan opnaði hlerana seldi hún kastalann í nágrenni Kazimierz.

(41)

Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Handklæði í gluggakistunni

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Vegurinn til Hólmavíkur

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira