"Ef Óskar væri tónlistarmaður ... væri hann þá ekki munnhörpuleikari í blúshljómsveit, sem ætti það til að breytast í dreymna djasssveit?" skrifar Jón Kalman Stefánsson í inngangi þessa ljóðasafns sem hefur að geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna Óskarssonar frá þrjátíu ára tímabili.
Ljóðin eru margþætt, launfyndin og rík af myndum, og eiga það sameiginlegt að tengjast Reykjavík, á einn eða annan hátt