Beint í efni

Vegamyndir

Vegamyndir
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð,
 Smáprósar

Um bókina

Vegamyndir geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna frá árunum 1990-2015. Höfundur fer með lesandann á flakk um fásótta jafnt sem fjölsótta staði á Íslandi og skissar upp það sem fyrir augu ber – land og fólk sem verður á vegi hans.

Óskar Árni er flandrari og á ferðalögum sínum fetar hann jafnt huglægar slóðir og raunverulegar, hittir Jónas Hallgrímsson, regnvotan á hamborgarastað á Siglufirði og hlustar á Hank Williams á einmanalegu hótelherbergi á Raufarhöfn.

Vegamyndir er systrabók Reykjavíkurmynda frá árinu 2018, úrval borgarljóða Óskars Árna. Höfundur valdi sjálfur ljóð og smáprósa í báðar bækurnar.

Haukur Ingvarsson ritar inngang að þessu úrvali.

Úr bókinni

Það marrar í þrepunum þegar gengið er niður stigann á Hótel
Matthildi. Tröllatunguættin öll samankomin á bókahillu niðri í
matsalnum þar sem ungu sjónvarpsvirkjarnir frá Reykjavík leggja
á ráðin fyrir kvöldið. Eftir götunni líður forláta brunabíll líkt 
og í draumkenndri senu eftir Fellini. Í útjaðri þorpsins stendur
taflhúsið, lítið steinhús sem Taflfélagið lét reisa fyrir fimmtíu árum.
Það er mannlaust og taflmennirnir í kössunum - allir jafnir þessa 
stundina. Og sjávargatan heldur áfram út úr þorpinu, sjórinn litar
fjörusandinn svartan og brátt er síðasta húsið komið í hvarf.

(s.69)

Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Handklæði í gluggakistunni

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Vegurinn til Hólmavíkur

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira