Beint í efni

Vegamyndir

Vegamyndir
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Ljóð,
 Smáprósar

Um bókina

Vegamyndir geyma úrval ljóða og smáprósa Óskars Árna frá árunum 1990-2015. Höfundur fer með lesandann á flakk um fásótta jafnt sem fjölsótta staði á Íslandi og skissar upp það sem fyrir augu ber – land og fólk sem verður á vegi hans.

Óskar Árni er flandrari og á ferðalögum sínum fetar hann jafnt huglægar slóðir og raunverulegar, hittir Jónas Hallgrímsson, regnvotan á hamborgarastað á Siglufirði og hlustar á Hank Williams á einmanalegu hótelherbergi á Raufarhöfn.

Vegamyndir er systrabók Reykjavíkurmynda frá árinu 2018, úrval borgarljóða Óskars Árna. Höfundur valdi sjálfur ljóð og smáprósa í báðar bækurnar.

Haukur Ingvarsson ritar inngang að þessu úrvali.

Úr bókinni

Það marrar í þrepunum þegar gengið er niður stigann á Hótel
Matthildi. Tröllatunguættin öll samankomin á bókahillu niðri í
matsalnum þar sem ungu sjónvarpsvirkjarnir frá Reykjavík leggja
á ráðin fyrir kvöldið. Eftir götunni líður forláta brunabíll líkt 
og í draumkenndri senu eftir Fellini. Í útjaðri þorpsins stendur
taflhúsið, lítið steinhús sem Taflfélagið lét reisa fyrir fimmtíu árum.
Það er mannlaust og taflmennirnir í kössunum - allir jafnir þessa 
stundina. Og sjávargatan heldur áfram út úr þorpinu, sjórinn litar
fjörusandinn svartan og brátt er síðasta húsið komið í hvarf.

(s.69)

Fleira eftir sama höfund

Poesia e spiritualità. Anno II n. 4

Lesa meira

Ljóð í Neue Lyrik aus Island

Lesa meira

Kuðungasafnið

Lesa meira

Það sem við tölum um þegar við tölum um ást

Lesa meira

Das Glitzern der Heringsschuppe in der Stirnlocke. Ein isländisches Familienporträt.

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira

Nokkrar línur um ljóðlist

Lesa meira

Kæra Greta Garbo og aðrar sögur

Lesa meira

Kötturinn og kölski

Lesa meira