Beint í efni

Kuðungasafnið

Kuðungasafnið
Höfundur
Óskar Árni Óskarsson
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Smáprósar


Úr Kuðungasafninu:



Í þorpinu Hrauni syngja þorpsbúar í svefni. Þess eru dæmi að fólk syngi eða rauli í svefni, en að heilt þorp láti í sér heyra á hverri nóttu á þennan óvenjulega hátt er einstakt. Flestir láta sér í léttu rúmi liggja að sofna út frá söng fjölskyldu sinnar eða nágranna. Þó geta viss lög verið býsna þreytandi séu þau sungin nótt eftir nótt. Það er einstök upplifun að ganga um þetta söngglaða þorp og hlusta á allar þessar ólíku raddir óma í náttmyrkrinu. Á nýársnótt þegar stjörnurnar sáldra gliti sínu yfir sofandi húsin er söngurinn svo samstilltur að þorpið hljómar eins og risastór, himneskur kór.



Í þorpinu Tungu sofa allir á verðinum. Hvergi á landinu er meira um þjófnað. Þeir eru reyndar sjaldnast stórvægilegir, en þó eru þorspbúar sífellt að hnupla hver frá öðrum. Lítirðu í kaffi til nágranna þíns rekstu fljótlega á einhvern smáhlut sem þú hefur sárt saknað. Samt hefurðu ekki orð á þessu heldur laumar honum í vasann ásamt farsíma sem liggur á glámbekk eins og allt annað í þorpinu.



(14-5)


Fleira eftir sama höfund

Fjögra mottu herbergið

Lesa meira

Glermeistarinn

Lesa meira

Handklæði í gluggakistunni

Lesa meira

Tindátar háaloftanna

Lesa meira

Án orða: konkretljóð

Lesa meira

Vegurinn til Hólmavíkur

Lesa meira

Sjónvillur

Lesa meira

Skuggamyndir úr ferðalagi

Lesa meira

Einnar stjörnu nótt

Lesa meira