Æviágrip
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er fædd í Reykjavík 4. febrúar 1979. Hún er myndasöguhöfundur, myndlistakona, myndhöfundur, rithöfundur, tónlistakona, handritshöfundur og leikskáld.
Lóa útskrifaðist af myndlistabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti árið 1999 og lauk BFA í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2003. Hún stundaði nám í myndlýsingum og myndasögugerð í Parsons, New York árin 2007-2008. Árið 2016 útskrifaðist hún sem MA í ritlist frá Háskóli Íslands. Lóa er meðlimur og stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast síðan 2005 og ennfremur einn af eigendum World Champion Records.
Fyrsta bók Lóu var Alhæft um þjóðir (2009), en áður hafði hún verið myndhöfundur fjölda bóka - og er enn. Hún hefur birt smásögur, myndasögur og greinar í Tímariti Máls og menningar, Iceland Review, The Guardian, Reykjavík Grapevine, smásagnasafninu Uppskriftabók sem Blekfjelagið gaf út, Jólabók Blekfjelagsins, Fréttatímanum, Mannlífi og Málinu, sem var fylgiblað Morgunblaðsins.
Árið 2020 var Lóa tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina Grísafjörður og 2021 var hún tilnefnd til Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók. Árið 2022 var Héragerði, sjálfstætt framhald Grísafjarðar, tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.
Hún heldur úti síðunni Lóaboratoríum á samfélagsmiðlum.
Frá höfundi
Húmor hefur enga merkingu fyrir mig ef hann er ekki litaður af einhvers konar undirliggjandi sorg eða vonbrigðum. Ferill minn hefur hingað til verið blanda af fálmi og viðbrögðum við utanaðkomandi áreiti. Undirvitundin stefnir eitthvert en hefur ekki ennþá sagt mér hvert leiðin liggur. Ég er ekki með skýr markmið um að vilja vinna verðlaun eða drauma um að íbúðin mín verði að blokkarútgáfunni af Gljúfrasteini eftir minn dag. Ég væri alveg til í að vera metnaðarfyllri en það skiptir mig meira máli að elta hugmyndir. Kannski er ég bara tapsár, það er svo auðvelt að vera í afneitun um eigin bresti.
Frestunarárátta er meginstefið í mínu vinnuferli. Til að koma einhverju í verk er ég með mörg verkefni í gangi. Þá get ég skrópað í einu verkefni með því að sinna öðru. Skróp og slór eru mér nauðsynleg tól því annars leiðist mér. Stundum nægir bara að líða eins og ég sé að skrópa, þannig næ ég að plata mig og held að ég sé að hrekkja yfirmann minn. Ég mæti í vinnuna á hverjum virkum degi eins og um skrifstofuvinnu sé að ræða (nema þegar ég tek upp á því að láta mig hverfa, auðvitað). Strúktúrinn verður að vera til staðar svo hægt sé að hlaupa frá honum og upplifa að um frjálst höfuð sé strokið. Einnig er mikilvægt að hafa kerfi því suma daga er ég heltekin mikilmennskubrjálæði en á öðrum stundum er ég aumingi. Auminginn er settur í leiðinlega handavinnu og látinn taka til á vinnustofunni því þá verður hreint og skipulagt þegar keisarinn mætir með allar frábæru hugmyndirnar.
Verðlaun
2020 - Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir bestu frumsömdu barnabókina: Grísafjörður
2014 - Vorvindar IBBY: Saga um Nótt
Tilnefningar
2022 - Fjöruverðlaunin: Héragerði
2022 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Héragerði
2021 - Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Grísafjörður
2020 - Íslensku bókmenntaverðlaunin: Grísafjörður
2019 - Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir teikningar í Snuðru og Tuðru
2018 - Eddan: Hulli 2
2015 - Fjöruverðlaunin: Lóaboratoríum
2015 - Menningarverðlaun DV: Lóaboratoríum
2014 - Eddan: Hulli 1
Mamma sandkaka
Lesa meiraDalía er komin til fyrirheitna landsins, Tenerife, með pabba sínum. Hann virðist þó ekki skilja að frí eru alls ekki til að hvíla sig og Dalíu er farið að leiðast. En hver skyldi þá birtast og bjarga málunum nema…æi, ætli það sé ekki best að þú lesir bókina til að komast að því.Mamma kaka
Lesa meiraViggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!. .Héragerði
Lesa meiraHéragerði er sjálfstætt framhald Grísafjarðar sem var tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunanna og var valin besta barnabók ársins af bóksölum landsins og Morgunblaðinu.. . Bókinni fylgja alls konar aukahlutir! Kíktu í vasann aftast til að svala forvitninni!. .Dæs
Lesa meiraÁrið 2020 var ótrúlegt ár. Lóa Hjálmtýsdóttir, sem aldrei stendur við áramótaheit, ákvað að teikna eina mynd á dag á árinu á tilraunastofu sinni. Aldrei hafði hana grunað hvað árið myndi bera í skauti sér – og að það væri hlaupár í þokkabót! Myndirnar 366 spegla sameiginlega reynslu samfélags í samkomubanni – og við megum leyfa okkur að hlæja smá. Bæði að því sem er fyndið og því sem er óþolandi og óbærilegt. Og ekki síst að okkur sjálfum.Grísafjörður
Lesa meiraGrísafjörður er fyrsta barnabók Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur sem einnig myndlýsir söguna.Áramótaskaup 2019
Lesa meiraLóaboratoríum
Lesa meiraHulli 2
Lesa meira