Beint í efni

Köttum til varnar

Köttum til varnar
Höfundur
Gunnar Theodór Eggertsson
Útgefandi
JPV
Staður
Reykjavík
Ár
2010
Flokkur
Smásögur

"Staða gæludýrsins í borgarsamfélaginu hefur löngum verið óljós. Það lifir á gráu svæði á milli þess að vera villt dýr, húsdýr og fjölskyldumeðlimur. Öll umræða um gæludýr og reglugerðir tengdar þeim vill því verða bæði flókin og óskýr. Þetta rit er hugsað sem innlegg í þá umræðu."

Fleira eftir sama höfund

Sláturtíð

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér.. .  
Lesa meira

Steindýrin

Hvernig getur hundur breyst í styttu? Það er eitthvað meira en lítið dularfullt. En þannig byrjar þessi saga. Hringur, hundurinn hans Úlfs gamla, breyttist í styttu og um leið lét allt fullorðna fólkið í þorpinu okkar eins og hann hefði aldrei verið til. . .  
Lesa meira

Steinskrípin: hryllingsævintýri

Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.. .  
Lesa meira
vatnið brennur kápa

Vatnið brennur

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni.
Lesa meira
furðufjall : nornaseiður kápa

Furðufjall : Nornaseiður

Nornaseiður er fyrsta bókin í splunkunýrriævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Sagan er ríkulega myndskreytt.. . Íma er ósátt við lífið. Öll leiðinlegustu skyldustörfin á eyjunni lenda á henni á meðan systir hennar fær að nema galdur hjá nornunum! Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum á meginlandinu en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En örlögin hafa ætlað þeim báðum annað og brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra gjörsamlega í uppnám.. .  
Lesa meira
drauma-dísa kápa

Drauma-Dísa

Drauma-Dísa er þriðja bók Gunnars Theodórs Eggertssonar um stelpuna sem eitt sinn var venjulegur unglingur í Reykjavík, gufaði svo upp eftir ævintýralegan bardaga í fjarlægu landi en lifir í gegnum bækur Björns, vinar síns úr fortíðinni. 
Lesa meira
furðufjall : næturfrost kápa

Furðufjall : Næturfrost

Næturfrost er önnur bókin í ríkulega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Þetta bindi hefst á því að Andreas og föruneyti hans hafa numið land á Hulinseyju. Álfarnir taka vel á móti þeim þótt þeir haldi þó ákveðinni fjarlægð. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á.
Lesa meira
furðufjall : stjörnuljós

Furðufjall : Stjörnuljós

Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega og leiðir hana djúpt inn í iður fjallsins. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir. Framtíð eyjunnar er því í höndum Ímu og Andreasar, sem þurfa að ljúka upp leyndardómum fjallsins og sameina íbúana gegn óvinunum.
Lesa meira

Galdra-Dísa

Púkinn ásótti Dísu í draumum alla nóttina. Atvikið í tónleikasalnum hafði djúp áhrif á ungu konuna og henni leið einhvern veginn eins og hún hefði óvart kallað djöfulinn til sín, meðvitað eða ómeðvitað. Ef þetta var þá djöfull.
Lesa meira