Beint í efni

Vatnið brennur

Vatnið brennur
Höfundur
Gunnar Theodór Eggertsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2024
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Sögusviðið hrollvekjunnar Vatnið brennur spannar Ísland samtímans jafnt sem Svíþjóð hippatímabilsins en auk þess er flakkað vítt og breitt, frá fornöld til framtíðar, og samband mannskepnunnar við tónlist skoðað frá óvæntum og oft myrkum hliðum.

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni.

Úr bókinni

Um leið og hún steig fæti inn í húsið kviknaði löngunin til að heyra aftur í fiðlunni og saxófóninum. Hún þrábað um að fá að setja Vatnið brennur á fóninn, en Biggi og vinir hans tóku það ekki í mál, því þeir voru komnir á bólakaf í Iggy Pop, David Bowie og Marc Bolan og höfðu enga þolinmæði fyrir tilraunakenndri sænskri þjóðlagatónlist. Þeir töluðu út í eitt um kvikmyndina Velvet Goldmine eins og þeir væru fyrstir til að uppgötva glysrokk og að enginn annar hefði nokkurn tímann áður sé typpið á Ewan McGregor. Fyrr en varði var búið að tengja snjallsíma við græjurnar og finna lagið um Maxwell Demon og eftir það varða ekki aftur snúið í vínylinn.
   Vinkonurnar enduðu saman inni í eldhúsi, enda orðið ólíft af hrútafnyk í stofunni, og drukku og spjölluðu lengi fram eftir um rokk og ról, lífið, listina og veginn. Allt annað en Helga og Herúlfana. Fljótlega barst talið þó aftur að forboðnu plötunni og Lóa leysti frá skjóðunni, sem var reyndar aðallega endursögn á því sem hún hafði lesið á Wikipediu.
   Þetta var fyrsta platan þeirra saman, en annar þeirra, saxófónleikarinn, var frekar fræg fígúra, svona á sænsku senunni, og spilaði með slatta af böndum. Hinn var bara einhver götulistamaður sem hafði aldrei gefið neitt út. Svo taka þeir saman höndum og tengjast gegnum áhuga á þjóðlagatónlist, halda eitthvað af tónleikum, búa til bözz í kringum sig og fá samning hjá útgáfufyrirtæki, nema hvað, þeir eru svo miklir hippar að þeir vilja taka plötuna upp úti í skógi - í þessum kofa þarna, sem er á myndinni, aftan á umslaginu - og fá allar græjur lánaðar til að taka upp bara tveir saman, sem var svo sem ekkert mál, þeir voru bara með tvö hljóðfæri og virtust vilja hafa umhverfishljóðin með á upptökunum, þannig að þeir tóku ekki í mál að fara í stúdíó. Nema hvað, þeir fara þarna út í skóg einhversstaðar og svo er bara ekkert að frétta í tvær vikur eða eitthvað, þangað til fiðluleikarinn, þessi Rolf, þarna skeggjaði, með síða hárið ...
   Þeir eru báðir með skegg og sítt hár! skaut Gríma inn í og hló.
   Já, ókei, þessi með skeggið og síða hárið og fiðluna, svaraði Lóa með brosi, hann mætir alveg hellaður á pósthús í smábænum þar sem þeir tóku upp og sendir master teipin til Stokkhólms ásamt einhverju bréfi sem ég veit ekki hvað stóð í en var held ég bara um það hvernig ætti að gefa plötuna út, að það ætti að mixa sem minnst og eitthvað þannig, einhverjar pælingar um tónlist og hreinleika - allavega, svo hverfur hann bara eftir það og ekkert heyrist frá þeim, sem þykir víst ekkert undarlegt, því enginn hjá útgáfunni þekkti þennan Rolf og hinn gæinn var víst vanur að hverfa af og til, hann var svona spiritúal týpa sem var voða mikið að pæla í hvernig tónlist gæti tengt fólk, alveg frekar áhugaverður gaur sko, þú ættir að prófa að fletta honum upp, margir hafa víst sagt að hann hefði getið orðið miklu stærri fígúra og meira legendary, því hann var að gera alls konar tilraunir með ambíent tónlist líka, dót sem var alveg cutting-edge en var ekki gefið út fyrr en eftir að hann dó ...

(s. 120-122)

Fleira eftir sama höfund

Köttum til varnar

Lesa meira

Sláturtíð

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér.. .  
Lesa meira

Steindýrin

Hvernig getur hundur breyst í styttu? Það er eitthvað meira en lítið dularfullt. En þannig byrjar þessi saga. Hringur, hundurinn hans Úlfs gamla, breyttist í styttu og um leið lét allt fullorðna fólkið í þorpinu okkar eins og hann hefði aldrei verið til. . .  
Lesa meira

Steinskrípin: hryllingsævintýri

Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.. .  
Lesa meira
furðufjall : nornaseiður kápa

Furðufjall : Nornaseiður

Nornaseiður er fyrsta bókin í splunkunýrriævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Sagan er ríkulega myndskreytt.. . Íma er ósátt við lífið. Öll leiðinlegustu skyldustörfin á eyjunni lenda á henni á meðan systir hennar fær að nema galdur hjá nornunum! Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum á meginlandinu en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En örlögin hafa ætlað þeim báðum annað og brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra gjörsamlega í uppnám.. .  
Lesa meira
drauma-dísa kápa

Drauma-Dísa

Drauma-Dísa er þriðja bók Gunnars Theodórs Eggertssonar um stelpuna sem eitt sinn var venjulegur unglingur í Reykjavík, gufaði svo upp eftir ævintýralegan bardaga í fjarlægu landi en lifir í gegnum bækur Björns, vinar síns úr fortíðinni. 
Lesa meira
furðufjall : næturfrost kápa

Furðufjall : Næturfrost

Næturfrost er önnur bókin í ríkulega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Þetta bindi hefst á því að Andreas og föruneyti hans hafa numið land á Hulinseyju. Álfarnir taka vel á móti þeim þótt þeir haldi þó ákveðinni fjarlægð. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á.
Lesa meira
furðufjall : stjörnuljós

Furðufjall : Stjörnuljós

Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega og leiðir hana djúpt inn í iður fjallsins. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir. Framtíð eyjunnar er því í höndum Ímu og Andreasar, sem þurfa að ljúka upp leyndardómum fjallsins og sameina íbúana gegn óvinunum.
Lesa meira

Galdra-Dísa

Púkinn ásótti Dísu í draumum alla nóttina. Atvikið í tónleikasalnum hafði djúp áhrif á ungu konuna og henni leið einhvern veginn eins og hún hefði óvart kallað djöfulinn til sín, meðvitað eða ómeðvitað. Ef þetta var þá djöfull.
Lesa meira