Beint í efni

Steinskrípin: hryllingsævintýri

Steinskrípin: hryllingsævintýri
Höfundur
Gunnar Theodór Eggertsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2012
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Daginn sem Bergur vaknar skyndilega til lífsins skín gamalkunnug sólin hátt á lofti en annað er framandi. Veröldin er grá og líflaus og þar ráða steinskrípin ríkjum – hrikalegar ófreskjur með slímuga arma og flugbeittar klær. Bergur er þó ekki einn í heiminum.

Dularfull, skikkjuklædd stúlka fylgir honum hvert fótmál. Hún er fædd í þessari steingerðu veröld og hefur aldrei þekkt annað en ófreskjur og erfiðleika. Saman halda þau í háskaför með dýrmætan grip í bakpoka – mögulega einu von mannkynsins til að sigrast á skrípunum og endurheimta Jörðina.

Steinskrípin er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Steindýrin.

Úr bókinni

"Pabbi sagði mér oft söguna af því þegar Erla mamma hans, amma mín, og vinir hennar ferðuðust hálfa leið yfir hnöttinn til að frelsa ævafornt skrímsli úr prísund svo það bæti stöðvað álög sem voru að breyta öllu í stein. Þau hleyptu skrímslinu út og það breytti álögunum og þau héldu að allt væri í lagi. Þetta var þegar amma var ung stúlka, bara aðeins eldri en ég. Hún og Haukur bróðir hennar fóru aftur heim til sín og vissu ekki betur en að skrímslið hefði farið niður á hafsbotn, þar sem það myndi sofa í þúsund ár og aldrei trufla mannfólkið aftuar. En það var ekki rétt. Skrímslið sem amma hleypti út var eldgamalt skrípi og þegar það kom aftur ofan í sjóinn fann það öll hin skrípin og vakti þau, eitt af öðru. Árin liðu og amma var orðin gömul kona þegar álögin tóku aftur að gera vart við sig, nema í þetta sinn voru þau margfalt sterkari."
   "Amma og vinir hennar voru svo heppin að þekkja fólk sem bjó ofan í jörðinni og þetta fólk - pabbi kallaði það alltaf huldufólk - vissi hvað var í vændum. Hún og Haukur bróðir hennar reyndu að vara alla við og sannfæra fólkið um að hræðilegt stórslys væri yfirvofandi en það trúði þeim næstum enginn. Allir héldu að þau væru bara gömul og vitlaus. Að lokum flúðu þau með fjölskyldur sínar, meðal annars pabba minn og systur hans, og mörgu öðru fólki ofan í jörðina til huldufólksins, rétt í tæka tíð áður en skrípin sendu höggbylgju yfir Jörðina sem breytti öllu í stein. Eina fólkið sem lifði af var það sem leitaði skjóls neðanjarðar. Pabbi hefur oft sagt mér þessa sögu en ég hef aldrei hitti ömmu mína. Ég veit ekki einu sinni hvort hún er á lífi."
   Bergur hlustaði dolfallinn á hvert einasta orð. Höfðu þá allir sem hann þekkti breyst í stein? Mamma hans og pabbi og litla systir líka?

(s. 42-43)

Fleira eftir sama höfund

Köttum til varnar

Lesa meira

Sláturtíð

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn Axel tekur að sér að hafa uppi á íslenskri baráttukonu fyrir réttindum dýra sem ekkert hefur spurst til síðan hún sat í fangelsi í Hollandi fyrir skemmdarverk. Leitin leiðir hann á vafasamar slóðir í litríkum félagsskap dýraréttindasinna í Evrópu og smám saman missir hann tökin bæði á verkefninu og sjálfum sér.. .  
Lesa meira

Steindýrin

Hvernig getur hundur breyst í styttu? Það er eitthvað meira en lítið dularfullt. En þannig byrjar þessi saga. Hringur, hundurinn hans Úlfs gamla, breyttist í styttu og um leið lét allt fullorðna fólkið í þorpinu okkar eins og hann hefði aldrei verið til. . .  
Lesa meira
vatnið brennur kápa

Vatnið brennur

Raftónlistarkonan og ólíkindatólið Gríma er komin austur í Neskaupstað til að spila á Eistnaflugi, þótt hún eigi litla samleið með málmhausum og láti flest sem viðkemur hátíðinni fara í taugarnar á sér. En ferðin reynist vendipunktur í lífi Grímu því þar kemst hún í kynni við gamla, sænska þjóðlagaplötu sem tengist dularfullu og ógeðfelldu morðmáli snemma á áttunda áratugnum. Og fyrr en varir hefur ævaforn lagstúfur náð yfirnáttúrulegum tökum á tónlistarkonunni.
Lesa meira
furðufjall : nornaseiður kápa

Furðufjall : Nornaseiður

Nornaseiður er fyrsta bókin í splunkunýrriævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Sagan er ríkulega myndskreytt.. . Íma er ósátt við lífið. Öll leiðinlegustu skyldustörfin á eyjunni lenda á henni á meðan systir hennar fær að nema galdur hjá nornunum! Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum á meginlandinu en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En örlögin hafa ætlað þeim báðum annað og brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra gjörsamlega í uppnám.. .  
Lesa meira
drauma-dísa kápa

Drauma-Dísa

Drauma-Dísa er þriðja bók Gunnars Theodórs Eggertssonar um stelpuna sem eitt sinn var venjulegur unglingur í Reykjavík, gufaði svo upp eftir ævintýralegan bardaga í fjarlægu landi en lifir í gegnum bækur Björns, vinar síns úr fortíðinni. 
Lesa meira
furðufjall : næturfrost kápa

Furðufjall : Næturfrost

Næturfrost er önnur bókin í ríkulega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Þetta bindi hefst á því að Andreas og föruneyti hans hafa numið land á Hulinseyju. Álfarnir taka vel á móti þeim þótt þeir haldi þó ákveðinni fjarlægð. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á.
Lesa meira
furðufjall : stjörnuljós

Furðufjall : Stjörnuljós

Álfastúlkan Íma situr fangin ofan í gömlum hallarrústum þegar hvítur köttur birtist skyndilega og leiðir hana djúpt inn í iður fjallsins. Andreasi er rænt af álfunum en verra er þó að erkióvinur hans, prinsinn, hefur fundið Hulinseyju og hyggur á hefndir. Framtíð eyjunnar er því í höndum Ímu og Andreasar, sem þurfa að ljúka upp leyndardómum fjallsins og sameina íbúana gegn óvinunum.
Lesa meira

Galdra-Dísa

Púkinn ásótti Dísu í draumum alla nóttina. Atvikið í tónleikasalnum hafði djúp áhrif á ungu konuna og henni leið einhvern veginn eins og hún hefði óvart kallað djöfulinn til sín, meðvitað eða ómeðvitað. Ef þetta var þá djöfull.
Lesa meira